Íslenski boltinn

Víkingur frá Ólafsvík sækir Íslandsmeistarana heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgólfur og félagar fá heimaleik.
Björgólfur og félagar fá heimaleik.

Spútniklið VISA-bikarkeppni karla, Víkingur frá Ólafsvík, mun mæta Íslandsmeisturum FH í undanúrslitum keppninnar en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ nú í hádeginu.

Í hinum undanúrslitaleiknum spilar KR á heimavelli gegn Fram.

Liðin spila að þessu sinni á heimavöllum sínum en búið er að leggja af þann sið að spila undanúrslitaleikina báða á Laugardalsvelli.

Undanúrslitaleikirnir fara fram miðvikudaginn 28. júlí og fimmtudaginn 29. júlí. Úrslitaleikurinn fer síðan fram laugardaginn 14. ágúst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×