Jan Jönsson, þjálfari Stabæk, var allt annað en sáttur með Bjarna Ólaf Eiríksson í 2-2 jafntefli liðsins á móti Brann í Bergen í gær. Brann jafnaði leikinn í 1-1 þegar Stabæk var einum manni færra þar sem íslenski bakvörðurinn var út við hliðarlínun að skipta um skó.
„Ég er mjög óánægður með þetta því við vorum að fá á okkur mark á meðan við vorum manni færri," sagði Jan Jönsson við Aftenposten.
Stabæk fékk þarna hornspyrnu og var að reyna að komast í 2-0 en fékk í staðinn á sig skyndisókn þar sem Jan Gunnar Solli jafnaði leikinn.
„Bjarni átti að vera í sókninni og að reyna að skora mark úr horninu. Þetta kemur ekki fyrir oftar," sagði Jan Jönsson.
Stabæk fékk á sig mark á meðan Bjarni skipti um skó
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn







Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk
Íslenski boltinn