Falskur kúnnalisti Catalinu kærður til lögreglunnar Valur Grettisson skrifar 29. desember 2010 11:55 Catalina Ncogo. „Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali. Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Ég veit að einn skjólstæðingur minn hefur leitað til lögreglu vegna málsins og ætlar að kæra þetta," segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, en til hans hafa leitað nokkrir einstaklingar vegna þess að þeir eru nefndir á nafn á fölskum kúnnalista Catalinu Ncogo. Catalina varð þjóðþekkt fyrir vændi og að halda úti vændishúsi á Hverfisgötunni. Starfsemi hennar hefur dregið slíkan dilk á eftir sér að einstaklingar hafa verið ákærðir og dæmdir fyrir að kaupa kynlífsþjónustu af Catalínu og vændiskonum á hennar vegum. Í kjölfarið hefur helsti samkvæmisleikur slúðurgjarnra einstaklinga verið sá að finna út nöfn þeirra sem hafa verið ákærðir, því hinir dæmdu njóta nafnleyndar í dómaskjölum, sem feministar hafa meðal annars gagnrýnt. Það var svo á dögunum sem listi með hátt í 80 nöfnum karlmanna, og reyndar einnar konu, rataði á heimasíðu á netinu. Meðal annars má finna eitt þjóðþekkt nafn á listanum. Einnig má finna nöfn meintra vændiskvenna. Það þarf þó enga sérstaka rannsóknarvinnu til þess að finna út að öll nöfnin tengjast Catalinu í gegnum Facebook-síðu hennar. Reyndar játa þeir sem settu listann inn, að þeir hafi ætlað að blekkja DV, sem greindi fyrst frá tilurð listans á vef sínum, og Pressuna, með birtingu nafnanna. Miðlarnir féllu ekki fyrir gabbinu. Í kjölfar birtingar á nöfnunum í þessu samhengi hafa nokkrir einstaklingar leitað til Sveins Andra sem segir í viðtali við Vísi að birting listans sé í raun refsivert athæfi. „Það er verið að bera rangar sakargiftir á þessa menn og það er lögbrot," segir Sveinn Andri sem staðfestir að þeir aðilar sem leitað hafa til hans ætli að kæra málið til lögreglunnar. „Og mér finnst að þeir eigi að rannsaka þetta mál þar sem það er verið að saka mjög stóran hóp manna um lögbrot," segir Sveinn Andri sem lítur alvarlegum augum á málið. Síðan sem um ræðir er af sama meiði og heimasíðan Ringulreið.org og var lokað af ríkislögreglustjóra og lögreglu á sínum tíma þar sem barnaklám mátti finna á síðunni. Heimasíðan er samansafn af nafnlausum einstaklingum sem oftar en ekki birta klám og annað ósmekklegt efni á síðunni. Síðan er af erlendri fyrirmynd og eru þær oft kallaðar chan-síður í daglegu tali.
Mál Catalinu Ncogo Vændi Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira