Lilleström gerði 3-3 jafntefli á móti Haugesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en Stefán Logi Magnússon stóð í marki liðsins og Björn Bergmann Sigurðarson sat á bekknum allan tímann.
Lilleström komst í bæði 1-0 og 3-2 í leiknum en tvö markanna sem Stefán Logi Magnússon fékk á sig komu eftir föst leikatriði og í því þriðja slapp leikmaður Haugesund einn í gegn.
Stefán Logi varði tvisvar sinnum mjög vel frá leikmönnum Haugesund í mjög góðum færum en leikurinn var æsispennandi og hefði getað farið hvernig sem er.
Lilleström er í 10. sæti deildarinnar með 32 stig, tveimur stigum minna en Viking en tveimur stigum meira en Stabæk. Íslendingaliðin raða sér í miðri töflunni því Brann er síðan í 12. sætinu með 27 stig.
Stefán Logi fékk á sig þrjú mörk á móti Haugesund
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
