„Strákar, þið eruð eitthvað vangefnir“ 20. september 2010 20:46 Andri Snær Magnason rithöfundur „Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
„Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira