„Strákar, þið eruð eitthvað vangefnir“ 20. september 2010 20:46 Andri Snær Magnason rithöfundur „Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
„Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira