Innlent

Umtalsvert lægri vextir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um. Eins og fram hefur komð kveður samkomulagið á um að Íslendingar greiði Hollendingum 3% vexti og Bretum 3,3% vexti.

Samkvæmt samkomulagi sem samninganefnd Svavars Gestssonar og samninganefndir Breta og Hollendinga komust að á síðasta ári stóð til að Íslendingar greiddu 5,5% vexti af láninu.

Fyrst eftir að Icesave reikningunum var lokað haustið 2008 var Íslendingum hins vegar boðið lán með 6,7% vöxtum.






Tengdar fréttir

Greiða Hollendingum 3% vexti

Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér.

Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun

„Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis.

Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni.

Icesave-samninganefndin komin til landsins

Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×