Viðskipti innlent

Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags

Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA.
Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri SA.

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Því hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna á þessum tíma til að ná samkomulagi við við stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi um svokallað Icesave-mál.

Lausn þess er einn liður í endurreisn efnahagslífsins sem hefur dregist allt of lengi, en fleira þarf að koma til. Yfir 14 þúsund manns eru án atvinnu á Íslandi og þúsundir hafa yfirgefið landið í leit að betri tækifærum. SA telja þetta ólíðandi og hafa því lagt fram ítarlega aðgerðaáætlun um endurreisn atvinnulífsins.

Lausn milliríkjadeilunnar við Breta og Hollendinga er einn liður í þeirri áætlun en til að komast út úr kreppunni þarf Ísland að fjárfesta í arðbærum útfluningsgreinum. Til þess þarf atvinnulífið greiðan aðgang að innlendu og erlendu lánsfé á viðráðanlegum kjörum og opinn aðgang að erlendum fjármálamörkuðum.

Á vef SA má nú nálgast ítarlegt yfirlit yfir framgang Icesave-málsins á vettvangi ríkisstjórnar og Alþingis og afstöðu SA til þess en framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hvatti til þess í upphafi ársins að reynt yrði að ná víðtækri samstöðu um lausn málsins.

Sjá nánar á www.sa.is
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×