Innlent

Icesave-samninganefndin komin til landsins

Frá Leifsstöð í dag.
Frá Leifsstöð í dag.

Formaður Icesave-samninganefndarinnar, Lee Buchheit og Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem á sæti í nefndinni, lentu á Keflavíkurflugvelli rétt fyrir klukkan tvö í dag.

Þeir voru að koma frá Bretlandi þar sem þeir sömdu um Icesave. Fréttamaður fréttastofunnar hitti þá þar og spurði Lee hvort um átakafund hefði verið að ræða. Hann neitaði því. Fundinum lauk seint í nótt.

Aðspurðir hvort þjóðin gæti orðið sátt við niðurstöðuna sögðu þeir erfitt að mæla fyrir hönd þjóðarinnar, og treystu sér ekki til þess að leggja mat á það.

Þeir fara nú á fund með formönnum flokkanna þar sem samningurinn verður kynntur. Blaðamannafundur verður svo haldinn í Iðnó klukkan sex í kvöld og verður samningurinn kynntur þar. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi.


Tengdar fréttir

Enn ekki niðurstaða í Icesave

Fundur utanríkismálanefndar Alþingis var tíðindalaus, segir Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd. „Það er ennþá verið að funda þarna úti og á meðan svo er er ekkert að frétta," segir Ólöf í samtali við Vísi.

Sigmundur um Icesave: Spurning að gefa út spunaviðvörun

„Jæja, hvaða sýningu á að setja á svið núna? Blaðamannafundur í Iðnó kl.18 til að kynna ,,niðurstöðu viðræðna" boðaður án samráðs við nokkurn úr stjórnarandstöðu,“ skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook, en hann er staddur erlendis.

Fundað um Icesave í London

Samninganefnd íslenskra stjórnvalda vegna Icesave-málsins hélt í morgun til fundar í Lundúnum með fulltrúum breskra og hollenskra stjórnvalda.

Icesave: SA hafa stutt allar tilraunir til samkomulags

Samtök atvinnulífsins (SA) hafa allt frá því íslenska bankakerfið hrundi haustið 2008 hvatt til þess að reynt yrði sem fyrst að koma viðskiptum Íslands við aðrar þjóðir í eðlilegt horf. Í ljósi þess hafa samtökin stutt allar tilraunir starfandi ríkisstjórna til að ná samkomulagi við Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi í Icesavedeilunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×