Innlent

Greiða Hollendingum 3% vexti

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Íslendingar munu greiða 3% vexti af láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta.
Íslendingar munu greiða 3% vexti af láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta.

Íslendingar munu greiða 3% fasta vexti af Icesave láninu til Hollendinga en 3,3% vexti af láninu til Breta, samkvæmt tilkynningu sem hollenska fjármálaráðuneytið hefur frá sér.

Íslenska samninganefndin kom til landsins frá Bretlandi í dag eftir samningalotu sem lauk í nótt. Enn eiga íslensk stjórnvöld eftir að fá samþykki Alþingis fyrir samningnum.

Í tilkynningu á vef hollenska fjármálaráðuneytisins kemur fram að mismuninn á vöxtum á lánunum tveimur megi rekja til þess að það hafi verið ódýrara fyrir Hollendinga að fjármagna lánið fyrir Íslendinga en það var fyrir Breta.

Gert er ráð fyrir að greiðslur af láninu hefjist í júlí árið 2016. Samkvæmt tilkynningu á vef ráðuneytisins liggur ekki fyrir hvenær greiðslum af láninu mun ljúka en það verður í allra síðasta lagi árið 2046.










Tengdar fréttir

Umtalsvert lægri vextir

Vextirnir sem samið hefur verið um að Íslendingar greiði af Icesave láninu eru umtalsvert lægri en áður hafði verið komist að samkomulagi um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×