Rooney í ham en Real Madrid úr leik Elvar Geir Magnússon skrifar 10. mars 2010 18:49 Wayne Rooney skoraði þrjú skallamörk í einvíginu gegn AC Milan. Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Manchester United og Lyon komust í kvöld áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir fylgdist með gangi mála í seinni viðureignunum í sextán liða úrslitum. Manchester United - AC Milan 4-0(Samanlagt: 7-2) 1-0 Wayne Rooney (13.) 2-0 Wayne Rooney (46.) 3-0 Ji-Sung Park (56.) 4-0 Darren Fletcher (87.) David Beckham var mættur aftur á Old Trafford en þurfti að sætta sig við að byrja á bekknum. Hinn sjóðheiti Wayne Rooney átti fyrsta markskot leiksins á 3. mínútu. Skotið gott en boltinn rétt framhjá. Ronaldinho var síðan nálægt því að skora fyrir gestina með skalla á 8. mínútu en heimamenn sluppu með skrekkinn því framhjá fór boltinn. Á 13. mínútu kom síðan fyrsta markið og það gerði Wayne Rooney fyrir United. Enn eitt skallamarkið frá honum en fyrirgjöfina átti Gary Neville. Þetta mark virtist slökkva algjörlega í gestunum og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Strax í upphafi seinni hálfleiksins bætti Rooney við öðru marki United og öðru marki sínu þegar hann laumaði boltanum laglega í markið eftir sendingu Nani. Á 59. mínútu kom síðan þriðja mark Englandsmeistarana. Kóreumaðurinn Ji-Sung Park skoraði eftir vel tímasetta sendingu Paul Scholes. Fimm mínútum síðar fögnuðu stuðningsmenn United aftur en að þessu sinni í tilefni þess að David Beckham kom inn sem varamaður hjá AC Milan. Það var svo Darren Fletcher sem fullkomnaði niðurlægingu AC Milan þegar hann skoraði fjórða mark United og gerði það með skalla. Úrslitin 4-0 fyrir United og samtals 7-2. Man Utd: Van der Sar, Neville, Ferdinand, Vidic, Evra, Fletcher, Scholes, Park, Valencia, Nani, Rooney. (Varamenn: Kuszczak, Berbatov, Rafael Da Silva, Jonathan Evans, Obertan, Gibson, Diouf) AC Milan: Abbiati, Abate, Bonera, Thiago Silva, Jankulovski, Flamini, Pirlo, Ambrosini, Huntelaar, Borriello, Ronaldinho. (Varamenn: Dida, Gattuso, Inzaghi, Seedorf, Zambrotta, Favalli, Beckham) Dómari: Massimo Busacca (Sviss) Real Madrid - Lyon 1-1(Samanlagt: 1-2) 1-0 Cristiano Ronaldo (6.) 1-1 Miralem Pjanic (75.) Portúgalski snillingurinn Cristiano Ronaldo kom Real Madrid yfir eftir aðeins sex mínútna leik. Hann fékk þá góða sendingu frá Guti og kláraði vel. Eftir 25 mínútna leik fékk Gonzalo Higuain dauðafæri til að bæta við marki fyrir Real þegar hann slapp í gegn. Hann var búinn að fara framhjá markverðinum en renndi knettinum í stöngina. Staðan 1-0 í hálfleik og einvígið hnífjafnt. Þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum skoraði síðan Miralem Pjanic fyrir Lyon og franska liðið var komið yfir í einvíginu. Þetta mark hafði legið í loftinu enda Lyon verið sterkara í seinni hálfleiknum. Real náði ekki að bæta við marki og franska liðið fer áfram. Real Madrid: Casillas, Sergio Ramos, Albiol, Garay, Arbeloa, Lassana Diarra, Guti, Granero, Kaka, Ronaldo, Higuain. (Varamenn: Dudek, Gago, Mahamadou Diarra, Raul, Metzelder, Van der Vaart, Mosquera) Lyon: Lloris, Reveillere, Cris, Boumsong, Cissokho, Toulalan, Govou, Makoun, Pjanic, Delgado, Lopez. (Varamenn: Vercoutre, Bodmer, Kallstrom, Ederson, Gomis, Tafer, Gonalons) Dómari: Nicola Rizzoli (Ítalía)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti