Innlent

Prestar grétu og báðust fyrirgefningar

Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti.
Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti. Mynd/Arnþór Birkisson
„Þetta var dýrmæt reynsla og ég þakka þessum konum af alhug fyrir yfir höfuð að nenna að tala við okkur eftir allan þennan tíma og eftir alla þessa þögn. Þær sögðu okkur frá sársauka og reiði og í þetta skipti stóðu prestarnir ekki og héldu langar ræður heldur lærðu. Ég held að við höfum öll lært eitthvað og ég er gríðarlega þakklát fyrir það," segir Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti.

Tugir presta hittu þrjár konur sem Ólafur Skúlason biskup beitti kynferðisofbeldi seinnipartinn í dag. Boðað var til fundarins í fyrradag og segir Sigríður að á annan tug presta hafi mætt í Vídalínskirkju í Garðabæ í dag. Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfirði, segir að um tilfinningaríka stund hafi verið ræða. „Það var gott að hitta konurnar og heyra þetta frá þeim og vonandi fyrir þær að heyra hvernig okkur líður," segir Þórhallur.

Átakanleg sagaSigríður segir að það hafi verið erfitt að hlusta á konurnar. „Þetta var átakanleg saga. Það var ofboðslega erfitt að hlusta á þær og það voru margir sem voru klökkir og grétu."

„Þetta var mögnuð stund," segir Þórhallur Heimisson.
Sigríður segir að prestarnir hafi setið í kirkjubekknum og konurnar við altarið. Tveir prestanna hafi leitt umræðuna þannig að samtalið yrði konunum ekki ofviða.

„Síðan tóku þær hver við af annarri og sögðu það sem þær vildu segja. Flestar þeirra dvöldu nú ekki mjög við sögurnar af Ólafi. Það sem þær vildu fyrst og fremst ræða við okkar var reiði þeirra yfir því að kirkjan hafi ekki sinnt þeim og að kirkjan hafi brugðist þeim 1996 og alla tíð. Prestarnir hlýddu þöglir á og síðan voru umræður á eftir. Síðan stóðum við upp, hittum hvort annað, föðmuðumst og kysstumst og það voru margir sem sögðu fyrirgefðu," segir Sigríður.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.