Enski boltinn

Dindane má spila með Portsmouth

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aruna Dindane í leik með Portsmouth.
Aruna Dindane í leik með Portsmouth. Nordic Photos / Getty Images

Samkvæmt heimildum fréttastofu Sky Sports hefur Portsmouth fengið grænt ljós á að nota Aruna Dindane það sem eftir lifir tímabilsins.

Dindane er í láni hjá Portsmouth frá Lens í Frakklandi. Samkvæmt lánssamningnum þurfti Portsmouth að greiða félaginu fjórar milljónir punda ef hann myndi spila ákveðinn fjölda leikja. Portsmouth hætti því að nota hann áður en kom að því.

Félögin hafa hins vegar átt í viðræðum undanfarna daga eftir að Portsmouth tryggði sér sæti í úrslitum ensku bikarkeppninnar. Það virðist hafa borið árangur og mun Portsmouth hafa fengið leyfi fyrir því að nota hann í síðustu þremur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar sem og áðurnefndum úrslitaleik.

Portsmouth er þegar fallið úr ensku úrvalsdeildinni. Dindane hefur skorað sjö mörk í 21 leik með liðinu á tímabilinu. Hann hefur verið orðaður við Blackburn og Newcastle að undanförnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×