Gylfi Einarsson á leiðinni aftur til Íslands Hjalti Þór Hreinsson skrifar 20. júlí 2010 07:30 Gylfi í leik með Leeds. GettyImages Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins. „Þeir voru að athuga hvort það væri möguleiki á því að ég kæmist heim núna. Það verður ekki." Gylfi segir að eftir tíu ár í atvinnumennsku sé kannski réttast að fara heim. Hann fór frá Fylki árið 2000 til Lilleström í Noregi, þaðan til Leeds á Englandi og þá aftur til Noregs, nú til Brann. „Ég var ekkert alltaf spenntur fyrir því að koma heim en er að verða heitur núna. Það er fínt að spila aðeins heima áður en maður hættir þessu," segir Gylfi sem segir ekki öruggt að hann fari til Fylkis. „Ég verð alltaf Fylkismaður og Fylkir er mitt félag. En ég útiloka ekkert og það gæti þess vegna verið gaman að prófa eitthvað annað," sagði Gylfi sem má semja við félag núna þar sem samningur hans er að renna út. „Ég er ekkert að drífa mig að þessu," segir Gylfi sem segir að ef ekki væri fyrir stóra fjölskyldu væri hann kannski heitur fyrir því að ljúka ferlinum á framandi slóðum. „Ef ég væri einn myndi ég kannski fara til Ástralíu eða eitthvað. En ég er með fjögur börn svo það er ekki að fara að gerast. Ef eitthvað virkilega spennandi býðst loka ég ekki á að prófa eitthvað annað land áður en ég kem heim," sagði Gylfi. Hann segir einnig að það sé erfitt að slíta sig alveg frá fótboltanum en framtíð sín liggi ekki í þjálfun, umboðsmennska sé meira að hans skapi. „Ég fer ekki að þjálfa. Kannski fer ég og læri umboðsmanninn, maður er kominn með ágætis tengslanet," segir Gylfi sem fær reglulega spurningar frá kollegum sínum hvernig í ósköpunum Íslendingar fari að því að framleiða góða leikmenn í bílförmum. Innlendar Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Gylfi Einarsson segir að 90% líkur séu á því að hann spili á Íslandi á næsta tímabili. Hinn 31 árs gamli Gylfi er að verða samningslaus hjá Brann í Noregi og ætlar að fara frá félaginu. Það var þó sól og blíða í Bergen þegar Fréttablaðið ræddi við Gylfa í gær en hann hefur rætt óformlega við Fylki um að ganga aftur í raðir félagsins. „Þeir voru að athuga hvort það væri möguleiki á því að ég kæmist heim núna. Það verður ekki." Gylfi segir að eftir tíu ár í atvinnumennsku sé kannski réttast að fara heim. Hann fór frá Fylki árið 2000 til Lilleström í Noregi, þaðan til Leeds á Englandi og þá aftur til Noregs, nú til Brann. „Ég var ekkert alltaf spenntur fyrir því að koma heim en er að verða heitur núna. Það er fínt að spila aðeins heima áður en maður hættir þessu," segir Gylfi sem segir ekki öruggt að hann fari til Fylkis. „Ég verð alltaf Fylkismaður og Fylkir er mitt félag. En ég útiloka ekkert og það gæti þess vegna verið gaman að prófa eitthvað annað," sagði Gylfi sem má semja við félag núna þar sem samningur hans er að renna út. „Ég er ekkert að drífa mig að þessu," segir Gylfi sem segir að ef ekki væri fyrir stóra fjölskyldu væri hann kannski heitur fyrir því að ljúka ferlinum á framandi slóðum. „Ef ég væri einn myndi ég kannski fara til Ástralíu eða eitthvað. En ég er með fjögur börn svo það er ekki að fara að gerast. Ef eitthvað virkilega spennandi býðst loka ég ekki á að prófa eitthvað annað land áður en ég kem heim," sagði Gylfi. Hann segir einnig að það sé erfitt að slíta sig alveg frá fótboltanum en framtíð sín liggi ekki í þjálfun, umboðsmennska sé meira að hans skapi. „Ég fer ekki að þjálfa. Kannski fer ég og læri umboðsmanninn, maður er kominn með ágætis tengslanet," segir Gylfi sem fær reglulega spurningar frá kollegum sínum hvernig í ósköpunum Íslendingar fari að því að framleiða góða leikmenn í bílförmum.
Innlendar Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska boltanum Sport „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn