Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum 8. júlí 2010 06:00 Sakborningar mættu til þingfestingar í fylgd lögreglu eða fangavarða. þeir viðhöfðu mismiklar ráðstafanir til að skýla andlitum sínum eins og myndirnar sýna.Fréttablaðið/vilhelm Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira
Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is
Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Fleiri fréttir Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Sjá meira