Fótbolti

Juventus ætlar að kaupa Aquilani

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Umboðsmaður ítalska miðjumannsins Alberto Aquilani býst við því að leikmaðurinn muni skrifa undir samning við Juventus í mars eða apríl.

Aquilani er hjá Juve að láni frá Liverpool sem stendur en félagið vill kaupa hann.

Miðjumaðurinn hefur staðið sig vel hjá félaginu og ljóst að Liverpool mun ekki gefa neinn sérstakan afslátt á leikmanninum.

Miðað við frammistöðuna í vetur segja ítalskir fjölmiðlar ekki ólíklegt að hann verði kominn í landsliðið á nýjan leik von bráðar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.