Lögreglan í Barcelona er búin að kæra mann í Barcelona fyrir tilraun til þess að ræna 140 milljónum króna af brasilíska knattspyrnumanninum Ronaldinho.
Maðurinn er tölvuhakkari sem er þekktur á netinu sem Ewerton CR. Hann komst inn í tölvupóstinn hjá móður Ronaldinho og þar fann hann bankaupplýsingar sonar hennar.
Í kjölfarið reyndi hann að millifæra peninga yfir á eigin reikning.
Blessunarlega fyrir Ronaldinho varð systir hans vör við þessar tilfærslur á reikningnum og náði að stöðva þær.