Íslenski boltinn

Haukar sömdu við Skotann

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mcunnie við undirskriftina í dag.
Mcunnie við undirskriftina í dag. Heimasíða Hauka.
Haukar hafa samið við skotann Jamie Mcunnie sem hefur verið á reynslu hjá liðinu undanfarna daga. Hann verður hjá liðinu út tímabilið.

Haukar hafa komið sér fyrir í kjallaranum á Pepsi-deildinni og veitir ekki af liðsstyrk. Liðið á enn eftir að vinna leik í sumar.

Mcunnie getur spilað á miðjunni sem og í vörn.

Andri Marteinsson gat ekkert gefið upp um það við Vísi í hádeginu hvort Skotinn hefði samið eða ekki. Samningurinn var síðan undirritaður rétt eftir það og er hann löglegur með liðinu frá og með deginum í dag.


Tengdar fréttir

Andri segir ekkert til um hvort Skotinn hafi samið

"Fæst orð bera minnsta ábyrgð," sagði Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, sposkur aðspurður hvort Haukar væru búnir að semja við skoska leikmanninn Jamie Mcunnie. Andri gat ekki sagt hvort búið væri að bjóða honum samning eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×