Bjarni Ólafur Eiríksson tryggði Stabæk sigur á Brann, 2-1, í kvöld. Veigar Páll Gunnarsson spilaði allan leikinn í liði Stabæk líkt og Bjarni Ólafur.
Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í liði Brann en Ólafur Örn Bjarnason kom inn á er tíu mínútur voru eftir. Pálmi Rafn Pálmason kom inn í lið Stabæk er sex mínútur voru eftir.
Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn í vörninni hjá Hønefoss BK er liðið lagði Sandefjord 1-0 á heimavelli.
Árni Gautur Arason stóð vaktina allan leikinn í, 3-2, sigri Odd Grenland á móti Aalesund.