Stjórn Krossins mun funda um ásakanir 27. nóvember 2010 08:45 Fimm konur saka Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann Krossins, um kynferðisbrot. Hann hafnar ásökunum þeirra með öllu.Fréttablaðið/Anton Stjórn trúfélagsins Krossins mun koma saman um helgina til að ræða ásakanir um kynferðisbrot sem fimm konur hafa borið á Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins. Þetta staðfestir Björn Ingi Stefánsson, stjórnarmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um ásakanirnar á þessu stigi. Aðrir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær vildu ekki ræða ásakanirnar eða viðbrögð stjórnarinnar við þeim. Gunnar á sjálfur sæti í stjórn Krossins. Þrjár nafngreindar konur hafa með bréfi til stjórnar Krossins lýst meintum brotum Gunnars. Það hafa tvær konur sem kjósa að koma ekki fram undir nafni einnig gert. Í bréfinu kemur fram að brotin séu öll fyrnd fyrir lögum sökum þess hversu langt er liðið síðan þau voru framin. Tvær af konunum eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Í yfirlýsingum þeirra, sem fylgdu bréfinu til stjórnar Krossins, lýsa þær meintum brotum Gunnars. Yfirlýsingarnar voru birtar á vefmiðlinum Pressunni í gær. Sigríður fullyrðir að Gunnar hafi þreifað á sér innan klæða þegar hún hafi verið fjórtán ára gömul, og ítrekað snert sig á óviðeigandi hátt eftir það. Sólveig segir Gunnar hafa káfað á sér þegar hún hafi verið fjórtán ára, og hann hafi haldið áfram að áreita sig fram á fullorðinsár. Í samtali við Vísi hafnar Gunnar ásökunum Sólveigar alfarið. „Frá 14 ára aldri var ég sem uppalandi hennar í vandræðum vegna lifnaðarhátta hennar og þar komu margir drengir inn í myndina. Ég var miður mín yfir óreglu stúlkunnar og það þekkir móðir hennar og systur. Hún verður ófrísk 16 ára og á svo fimm börn þétt með manninum sínum. Auk þess á hún eitt barn með manni tvö. Orð hennar um 10 ára misnotkun frá 14 ára aldri halda því ekki frekar en nokkur annað sem frá þessum systrum kemur,” segir Gunnar. „Þegar hún var í sem mesta ruglinu yfirgaf hún börnin sín og treysti mér fyrir dætrum sínum. Sólveig fer með ósannindi og harma ég hefndarþorsta hennar í minn garð,” segir Gunnar. Ingibjörg Guðnadóttir, fyrrverandi eiginkona Gunnars, segir í yfirlýsingu sem send var DV fyrir hennar hönd að ásakanirnar á hendur Gunnari séu viðbjóðslegar og hún voni að fólk taki ekki mark á þeim. Hún lýsir því þar yfir að hún hafi aldrei séð neitt sem gæti gefið til kynna að Gunnar hafi áreitt ungar stúlkur kynferðislega. Þriðja konan sem ber Gunnar sökum er Brynja Dröfn Ísfjörð. Hún segir í yfirlýsingu sinni, sem einnig er birt á Pressunni, að Gunnar hafi svívirt sig á brúðkaupsdaginn. Hún segir Gunnar hafa lyft brúðarslörinu og kysst sig á munninn á skrifstofu hans áður en giftingin hafi farið fram. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Gunnar hafnað ásökunum kvennanna með öllu. Hann segist ætla að leita allra úrræða til að hreinsa nafn sitt, enda séu ásakanirnar tilhæfulausar. brjann@frettabladid.is Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Stjórn trúfélagsins Krossins mun koma saman um helgina til að ræða ásakanir um kynferðisbrot sem fimm konur hafa borið á Gunnar Þorsteinsson, forstöðumann trúfélagsins. Þetta staðfestir Björn Ingi Stefánsson, stjórnarmaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Krossins. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um ásakanirnar á þessu stigi. Aðrir stjórnarmenn sem Fréttablaðið ræddi við í gær vildu ekki ræða ásakanirnar eða viðbrögð stjórnarinnar við þeim. Gunnar á sjálfur sæti í stjórn Krossins. Þrjár nafngreindar konur hafa með bréfi til stjórnar Krossins lýst meintum brotum Gunnars. Það hafa tvær konur sem kjósa að koma ekki fram undir nafni einnig gert. Í bréfinu kemur fram að brotin séu öll fyrnd fyrir lögum sökum þess hversu langt er liðið síðan þau voru framin. Tvær af konunum eru systur fyrrverandi eiginkonu Gunnars, þær Sigríður og Sólveig Guðnadætur. Í yfirlýsingum þeirra, sem fylgdu bréfinu til stjórnar Krossins, lýsa þær meintum brotum Gunnars. Yfirlýsingarnar voru birtar á vefmiðlinum Pressunni í gær. Sigríður fullyrðir að Gunnar hafi þreifað á sér innan klæða þegar hún hafi verið fjórtán ára gömul, og ítrekað snert sig á óviðeigandi hátt eftir það. Sólveig segir Gunnar hafa káfað á sér þegar hún hafi verið fjórtán ára, og hann hafi haldið áfram að áreita sig fram á fullorðinsár. Í samtali við Vísi hafnar Gunnar ásökunum Sólveigar alfarið. „Frá 14 ára aldri var ég sem uppalandi hennar í vandræðum vegna lifnaðarhátta hennar og þar komu margir drengir inn í myndina. Ég var miður mín yfir óreglu stúlkunnar og það þekkir móðir hennar og systur. Hún verður ófrísk 16 ára og á svo fimm börn þétt með manninum sínum. Auk þess á hún eitt barn með manni tvö. Orð hennar um 10 ára misnotkun frá 14 ára aldri halda því ekki frekar en nokkur annað sem frá þessum systrum kemur,” segir Gunnar. „Þegar hún var í sem mesta ruglinu yfirgaf hún börnin sín og treysti mér fyrir dætrum sínum. Sólveig fer með ósannindi og harma ég hefndarþorsta hennar í minn garð,” segir Gunnar. Ingibjörg Guðnadóttir, fyrrverandi eiginkona Gunnars, segir í yfirlýsingu sem send var DV fyrir hennar hönd að ásakanirnar á hendur Gunnari séu viðbjóðslegar og hún voni að fólk taki ekki mark á þeim. Hún lýsir því þar yfir að hún hafi aldrei séð neitt sem gæti gefið til kynna að Gunnar hafi áreitt ungar stúlkur kynferðislega. Þriðja konan sem ber Gunnar sökum er Brynja Dröfn Ísfjörð. Hún segir í yfirlýsingu sinni, sem einnig er birt á Pressunni, að Gunnar hafi svívirt sig á brúðkaupsdaginn. Hún segir Gunnar hafa lyft brúðarslörinu og kysst sig á munninn á skrifstofu hans áður en giftingin hafi farið fram. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur Gunnar hafnað ásökunum kvennanna með öllu. Hann segist ætla að leita allra úrræða til að hreinsa nafn sitt, enda séu ásakanirnar tilhæfulausar. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira