FH-ingar tryggðu sér sigur í VISA-bikar karla með 4-0 stórsigri á KR-ingum í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum í kvöld.
FH-ingar fengu tvö víti í fyrri hálfleik og voru 2-0 yfir í hálfleik en tóku síðan öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum.
Þetta er aðeins annar bikarmeistaratitil FH frá upphafi en sigur FH í kvöld þýðir að félagið er búið að vinna stóran titil síðustu sjö sumur eða allt frá því að Íslandsmeistaratitillinn kom fyrst í Krikann árið 2004.
Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Laugardalsvelli í kvöld og myndaði fagnaðarlæti FH-inga í leikslok.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
FH-ingar bikarmeistarar karla
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn
