Skelfilegt að tapa fyrir EFTA-dómstól Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 18:34 Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það. Skroll-Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það yrði skelfileg staða ef Íslendingar töpuðu máli Eftirlitsstofnunar EFTA vegna Icesave fyrir EFTA-dómstólnum. Stjórnvöld vinna nú að svari til eftirlitsstofnunarinnar og vona að samningaviðræður um Icesave hefjist að nýju í næsta mánuði. Íslensk stjórnvöld undirbúa svar til Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, vegna þess álits stofnunarinnar að Íslendingum beri að standa skil á lágmarksinnistæðum upp á um 21 þúsund evrur á Icesave-reikningum Landsbankans. En ESA hefur margsinnis gefið stjórnvöldum frest til að svara og nú síðast til septembermánaðar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir svarið verða kynnt í utanríkismálanefnd áður en það verði sent ESA. „Samhliða er verið að vinna í Icesave-málinu . Ef þar yrði einhver sú framþróun sem breytti stöðu málsins, myndum við láta ESA vita af því. Þeir gefa skýrt til kynna í sínu bréfi að náist lausn í Icesave-málinu myndu þeir láta það niður falla hjá sér," segir Steingrímur. Best væri að ná samningum um Icesave og vonandi kæmust viðræður á skrið í byrjun september. En ef ekkert samkomulag um Icesave væri í burðarliðnum og ESA sættir sig ekki við svör íslenskra stjórnvalda, fer málið fyrir EFTA dómstólinn. „Það er alla vega skelfilegt ef við koltöpuðum málinu, fengjum á okkur dæmt samningsbrot. Öll skuldin væri þá gjaldfallin með öllum áföllnum kostnaði og við án nokkurra samninga um hvernig ætti að leysa úr því. Það væri ekki góð staða sem þá kæmi upp," segir fjármálaráðherra. Michael Barnier framkvæmdastjóri innri markaðar Evrópusambandsins sagði norskum fjölmiðli að venjulega bæru ríki sambandsins ekki ábyrgð á skuldbindingum innstæðutryggingasjóða. En Íslendingar hefðu ekki innleitt tiklskipun sambandsins í þeim efnum rétt. Fjármálaráðherra segist bíða skýringa hans á þessum ummælum. „Og viljum að Evrópusambandið útskýri þá fyrir okkur í hverju það er fólgið. Og gjarnan bera það þá saman við hvernig önnur ríki hafa innleitt tilskipunina hjá sér. Því okkur grunar nú að víðar hafi fjármögnun þessara tryggingakerfa ekki verið alveg fullkomin," segir Steingrímur. Stjórnvöld kannist ekki við að athugasemdir frá Evrópusambandinu í þessum efnum. Hvorki við upphaflegu innleiðinguna né framkvæmdina eftir það.
Skroll-Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira