Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 13:52 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira