Fundar með forsvarsmönnum Magma eftir helgi Heimir Már Pétursson skrifar 21. ágúst 2010 13:52 Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra. Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra. Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Iðnaðarráðherra mun ræða við forsvarsmenn Magma Energy eftir helgi um tilboð fyrirtækisins um að ríkið fái forkaupsrétt á hlutabréfum Magma í HS Orku. Ráðherra segir þetta mun vænlegri leið en þjóðnýtingu eignanna sem gæti skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Fréttablaðið greinir frá því í dag að Ross Beaty, forstjóri Magma Energy, hafi skrifað Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra bréf og gert íslenskum stjórnvöldum tilboð um að þau öðluðust forkaupsrétt á hlut fyrirtækisins í HS Orku. Að auki bjóði fyrirtækið að nýtingarréttur þess á orkulindum á Reykjanesi verði styttur úr þeim 65 árum sem hann er nú. Iðnaðarráðherra segir þetta tilboð að minnsta kosti vera grundvöll til að eiga jákvæða viðræður um málið. „Vegna þess að ég hef ávallt talið að það væri betra að fara samningaleiðina til að leysa þetta mál til þess að ná sáttum um eignarhaldið á þessu fyrirtæki heldur en fara eignaupptökulei eða þjóðnýtingarleið í þeim efnum," segir iðnaðarráðherra. Fyrirtækið sé að hennar mati með tilboðinu að sýna vilja til að sættast við samfélagið í málinu. Hún segir að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi fengið afrit af tilboði Magma og hún viti til þess að hann hafi rætt málið við forsætisráðherra. En töluverð andstaða er innan Vinstri grænna við eignarhald Magma á HS Orku. Katrín segist ætla að ræða við forsvarsmenn Magma eftir helgina. Magma á 86 prósenta hlut í HS Orku í dag og segist Katrín túlka tilboð fyrirtækisins þannig að forkaupsrétturinn nái til alls hlutarins þegar og ef Magma ákveði að selja. Önnur leið er að gera eignarhlut Magma upptækan, eða þjóðnýta hann sem ráðherra hugnast ekki. „Hún yrði löng og erfið og líklega fela í sér mjög mikla bótaskyldu til handa ríkinu beint. Þannig að ég hef frekar viljað nálgast þetta með þeim hætti að ríkið hefði forkaupsrétt þegar betur stendur á. Og þá gætu sveitarfélögin og aðrir opinberir aðilar hugsanlega komið inn í fyrirtækið," segir Katrín. Þá vill ráðherra reyna að fá lífeyrissjóðina aftur að borðinu núna strax, enda bjóði Magma líka að þeir og aðrir íslenskir fjárfestar komi að fyrirtækinu. Þá býður Magma að nýtingarréttur á orkuauðlindunum verði styttur. „Og það er eitthvað sem ég hef viljað sjá gerast í þessu máli og litið á sem grundvallaratriði. Enda gerði ég athugasemdir strax í september í fyrra við þá samninga sem gerðir voru um það efni," segir Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra.
Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira