Fótbolti

Speed vill fá Giggs til að aðstoða landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn nýráðni landsliðsþjálfari Wales, Gary Speed, gengur hart á eftir Ryan Giggs þessa dagana en hann vill ólmur nýta krafta hans í þágu landsliðsins.

Giggs hætti að leika með landsliðinu árið 2007 en Speed vill að Giggs verði hluti af þjálfarateymi landsliðsins.

"Það væri frábært ef hann gæti komið að þessu verkefni. Ég er búinn að funda með honum um málið og bíð þessa dagana eftir svörum," sagði Speed.

Hinn 41 árs gamli Speed vill koma upp öflugu þjálfarateymi hjá landsliðinu þar sem bæðir ungir og gamlir þjálfarar koma að málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×