Innlent

Ráðist á ráðherrabíla - myndband

Meðfylgjandi myndskeið sýnir þegar mótmælendur ráðast að ráðherrabílum eftir að ráðherrar ríkisstjórnar fóru frá þinghúsinu eftir að þingfundi lauk í gærkvöldi. Fyrst er gerður aðsúgur að bíl Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra, síðan kemur röðin að bifreið Steingríms J. Sigfússsonar sem skemmdist töluvert.

Bíll Guðbjarts Hannessonar, félagsmálaráðherra rekur síðan lestina. Töluvert tjón var unnið á ráðherrabílunum og er það talið hlaupa á hundruðum þúsunda króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×