Arsenal verður án fimm sterkra leikmanna á móti Porto í fyrri leiknum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun. Þetta kom í ljós í dag þegar átján manna hópur Arsenal flaug til Portúgal í dag.
Eduardo da Silva, Andrey Arshavin, Manuel Almunia, Alexandre Song og William Gallas verða ekki með í leiknum. Eduardo hefur ekki spilað síðan í markalausu jafntefli á móti Aston Villa 27. janúar og Arshavin meiddist í síðasta leik á móti Liverpool.
Arsenal er líka áfram án þeirra Robin Van Persie, Kieran Gibbs og Johan Djourou sem hafa verið meiddir í langan tíma en liðið endurheimtir hinsvegar Carlos Vela eftir hnémeiðsli.
Leikmannahópur Arsenal á móti Porto:
Lukasz Fabianski
Vito Mannone
Nicklas Bendtner
Carlos Vela
Theo Walcott
Samir Nasri
Denilson
Aaron Ramsey
Tomas Rosicky
Abou Diaby
Cesc Fabregas
Gael Clichy
Thomas Vermaelen
Emmanuel Eboue
Mikael Silvestre
Sol Campbell
Armand Traore
Bacary Sagna
Fimm sterkir leikmenn flugu ekki með Arsenal til Portúgals
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð
Enski boltinn

Karlremban Chicharito í klandri
Fótbolti








Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum
Íslenski boltinn