Starfsmenn embættis sérstaks saksóknara áttu fyrr í dag áformaðan og reglubundinn fund með Evu Joly sem gegnir hlutverki ráðgjafa við embættið. Fundurinn var árangursríkur og var meðal annars lagt á ráðin um áframhaldandi störf hennar fyrir embættið og ráðgjafa á hennar vegum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ólafi Þór Haukssyni sérstökum saksóknara. Þá segir að hann hafi lagt mikl áherslu á að samstarf við Evu Joly gangi vel fyrir sig og hann hafi lagt sig fram um að svo megi verða.
Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag mun Eva Joly vera óánægð með margt varðandi störf sín og heimildir herma að hún íhugi jafnvel að segja upp störfum.
„Fyrirhugaður er fundur með henni aftur á morgun þar sem haldið verður áfram þar sem frá var horfið fyrr í dag. Fréttaflutningur fjölmiðla í dag endurspeglar ekki þau góðu og gagnlegu skoðanaskipti sem fram fóru á fundinum fyrr í dag,"segir í tilkynningunni frá Ólafi.
Lagt á ráðin um áframhaldandi störf Evu Joly

Tengdar fréttir

Eva Joly hótar að hætta - Saksóknari fundar með henni á morgun
Sérstakur saksóknari fundaði í morgun með Evu Joly en samkvæmt heimildum Vísis er það meðal annars vegna óánægju hennar í starfi en hún hefur hótað að hætta störfum. Ekki er ljóst hvar þessi óánægja liggur.