Lionel Messi er væntanlega að fara að fá ein verðlaun til viðbótar í kvöld þegar FIFA tilkynnir um hvaða leikmaður var kosinn besti knattspyrnumaður heims fyrir þetta ár. Messi var aðalmaðurinn á bak við sex titla Barcelona-liðsins á árinu 2009.
„Nei, gerið það að kalla mig ekki kónginn í fótboltanum eða leikmann númer eitt. Ég trúi ekki á slíkt," sagði hinn 22 ára gamli Messi.
„Ég er sami maður og ég er venjulega. Ég nýt hinsvegar góðs af því að spila í frábæru liði. Mér líður ekki eins og ég sá besti. Það er Barcelona sem er best," segir Messi hógvær.
Messi var á dögunum valinn besti knattspyrnumaður Evrópu og vann þá metsigur með því að fá 240 fleiri stgi en næsti maður sem var Cristiano Ronaldo. Þá kusu fótboltafréttamenn í Evrópu en að þessu sinni eru það landsliðsþjálfarar og landsliðsfyrirliðar sem kjósa.
„Ég er ánægðastur með liðið og þá staðreynd að enginn hefur náð að vinna jafnmikið á einu ári og við. Seinna meira verða samt einstaklingsverðlaunin einnig mikils virði," segir Messi.
Messi: Ekki kalla mig kónginn í fótboltanum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Enskar í úrslit eftir dramatík
Fótbolti







Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka
Enski boltinn
