Magnús Ármann stendur í ströngu Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 25. ágúst 2009 18:59 Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. Magnús Ármann hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann átti um tíma stóran hlut í bresku tískuvörukeðjunni Karen Millen ásamt Sigurði Bollasyni. Hlutinn seldu þeir síðar til Baugs. Þá átti hann einnig hlut í TM í gegnum félag sitt Imon sem átti einnig um 7,5 prósent hlut í sparisjóðnum Byr. Hann var einnig hluthafi í FL group í gegnum félagið Materia Invest en aðrir eigendur þess félags eru Þorsteinn Jónsson, kenndur við Kók, og breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford. Magnús sat í stjórn 365 og kom inn í stjórn FL Group árið 2007 þegar stór hluti stjórnarinnar gekk út. Það er því ljóst að Magnús hafði í nægu að snúast í góðærinu. Líklega verður svo áfram en verkefnin þó af öðrum toga. Sérstakur saksóknari hefur haft meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun til rannsóknar. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi svo frá því í gær að Ríkisskattstjóri rannsaki nú notkun Magnúsar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Kort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir króna á einu ári. Enginn af þeim sem er til rannsóknar mun hafa notað kort sín í jafn miklum mæli. Þá hefur nýi Kaupþing stefnt Magnúsi vegna 730 milljóna króna láns sem bankinn veitt félaginu Materia Invest. Fari svo að ábyrgðin falli á Magnús mun hann þurfa að greiða 240 milljónir króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Í nægu er að snúast hjá Magnúsi Ármann þessa daganna. Kaupþing hefur stefnt honum, sérstakur sakskóknari rannsakar meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum sem félag í hans eigu átti auk þess sem ríkisskattstjóri rannsakar greiðslukortanotkun hans. Magnús Ármann hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Hann átti um tíma stóran hlut í bresku tískuvörukeðjunni Karen Millen ásamt Sigurði Bollasyni. Hlutinn seldu þeir síðar til Baugs. Þá átti hann einnig hlut í TM í gegnum félag sitt Imon sem átti einnig um 7,5 prósent hlut í sparisjóðnum Byr. Hann var einnig hluthafi í FL group í gegnum félagið Materia Invest en aðrir eigendur þess félags eru Þorsteinn Jónsson, kenndur við Kók, og breski kaupsýslumaðurinn Kevin Stanford. Magnús sat í stjórn 365 og kom inn í stjórn FL Group árið 2007 þegar stór hluti stjórnarinnar gekk út. Það er því ljóst að Magnús hafði í nægu að snúast í góðærinu. Líklega verður svo áfram en verkefnin þó af öðrum toga. Sérstakur saksóknari hefur haft meinta markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun til rannsóknar. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi svo frá því í gær að Ríkisskattstjóri rannsaki nú notkun Magnúsar á erlendum greiðslukortum hér á landi. Kort Magnúsar voru notuð fyrir allt að 40 milljónir króna á einu ári. Enginn af þeim sem er til rannsóknar mun hafa notað kort sín í jafn miklum mæli. Þá hefur nýi Kaupþing stefnt Magnúsi vegna 730 milljóna króna láns sem bankinn veitt félaginu Materia Invest. Fari svo að ábyrgðin falli á Magnús mun hann þurfa að greiða 240 milljónir króna. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.
Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira