„You ain´t seen nothing yet“ 8. október 2009 18:49 Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet.... Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet....
Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira