„You ain´t seen nothing yet“ 8. október 2009 18:49 Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet.... Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira
Íslendingar eru djarfir, harðir í horn að taka og áhættusæknir. Þess vegna, meðal annars, hafa útrásarvíkingarnir unnið slíka sigra á erlendri grundu, sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í ræðu í Lundúnum árið 2005 þar sem hann freistaði þess að útskýra hvað íslenskir athafnamenn hefðu framyfir útlenda. Æði margt af því sem sagt var og gert í bankabólu Íslands hljómar ankannalega með baksýnisgleraugunum. Forsetinn hefur eftir bankahrun verið sakaður um að hafa verið ötull við að hylla útrásina í ræðum. Eina slíka hélt hann í maí 2005 á Walbrook klúbbnum í London, sem er lokaður klúbbur fyrir forkólfa í viðskiptalífi þar sem er hvort tveggja - jakka- og bindisskylda. Yfirskrift ræðunnar var: Hvernig á að ná árangri í nútímaviðskiptum - Lærdómur af íslensku útrásinni. Þar rekur hann nokkrar velgengnissögur víkinganna: Baugur - sem í dag er gjaldþrota Avion Group - gjaldþrota í dag Actavis - er til sölu Össur - er í lagi Kaupþing - gjaldþrota Bakkavör - hefur hugsanlega verið bjargað. Það fer því lítið fyrir velgengni þessara fyrirtækja í dag - en fyrir fjórum árum taldi Ólafur Ragnar að viðskiptakerfi annarra landa ættu að endurskoða hugmyndafræði sína í ljósi velgengni Íslendinganna. Þrettán atriði taldi hann skýra nokkuð einstakan árangur þeirra - þar á meðal sterkt vinnusiðferði, áhættusækni, djörfung og harðfylgni, traust á milli einstaklinga, landkönnuðareðli víkinganna, og mikilvægi orðsporsins. Útrásarvíkingunum væri nefnilega ljóst að árangur þeirra hefðu áhrif á ekki bara eigið orðspor - heldur einnig þjóðarinnar allrar um ókomnar aldir. Lofgjörð sinni lauk forsetinn síðan með hinum fleygu orðum: You ain´t seen nothing yet....
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Sjá meira