Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð 19. apríl 2009 17:44 Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til. Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Lögreglan leitar enn að skútunni sem grunur leikur á að hafa verið notuð til þess að smygla fíkniefnum til landinns samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins á Austurlandi. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein. Ekki er búið að vigta efnin og því er ekki nákvæm tala gefin upp. Þess má geta að í Pólstjörnumálinu lagði lögreglan hald á rúmlega tuttugu kíló af amfetamíni. Tilkynningu lögreglunnar má lesa í heild hér: Í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á Eskifirði og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru þrír menn handteknir í nótt grunaðir um stófelld fíkniefnabrot. Tveir voru handteknir við Djúpavog og einn í grennd við Höfn. Í bifreið eins þeirra fannst umtalsvert magn af fíkniefnum sem grunur leikur á um að hafi verið flutt til landsins sjóleiðina. Við handtökurnar naut lögreglan liðsinnis sérsveitar embættis ríkislögreglustjóra. Ekki er unnt að svo stöddu að greina frá því um hve mikið magn fíkniefna er að ræða eða tegund þar sem hvorki vigtun né nákvæm greining hefur farið fram. Ljóst er þó að um tugi kílóa af fíkniefnum er um að ræða og af fleiri en einni tegund. Skútu, sem talin er að hafa verið notuð til að flytja efnin til landsins, er nú leitað. Landhelgisgæslan stendur nú fyrir umfangsmiklum aðgerðum við leitina þar sem notaðar eru þyrlur, flugvél og varðskip. Um borð í varðskipinu eru sérsveitarmenn frá embætti ríkislögreglustjóra. Mennirnir, sem handteknir voru, eru allir um þrítugt. Allir þeirra hafa komið við sögu lögreglu áður og þar af tveir þeirra í tengslum við fíkniefnamisferli. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur tekið við rannsókn málsins. Yfirheyrslur yfir hinum handteknu hafa staðið yfir og krafa um gæsluvarðhald verður lögð fram í kvöld. Við rannsókn málsins hefur lögreglan framkvæmt húsleitir á tveimur stöðum og lagt m.a. hald á lítilsháttar af fíkniefnum. Ekki er hægt að greina frekar frá atvikum að svo stöddu en það verður gert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram og efni eru til.
Papeyjarmálið Tengdar fréttir Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20 Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44 Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Smyglskúta á flótta Lögreglan auk Landhelgisgæslunnar er að reyna að stöðva smyglskútu sem er á siglingu frá landinu samkvæmt heimildum Vísis.Skútan mun hafa komið til landsins í gærkvöldi og þá stoppað við Djúpavog. Hún er nú á siglingu á sunnanverðum Austfjörðum, nálægt Höfn í Hornafirði. Mikill viðbúnaður virðist vera í kringum Höfn í Hornafirði. 19. apríl 2009 16:20
Nokkrir handteknir og þyrlur lentar Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför. 19. apríl 2009 16:44
Gríðarlegur viðbúnaður á Höfn í Hornafirði Gríðarlega mikill viðbúnað lögreglu og Landhelgisgæslunnar er á Höfn í Hornafirði, og á svæðinu í kring. Þar mátti sjá þyrlur gæslunnar sveima um auk lögreglumanna. 19. apríl 2009 16:02
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels