KA vann grannaslaginn gegn Þór Hjalti Þór Hreinsson skrifar 15. maí 2009 21:31 Dean Martin bíður rólegur eftir að hafa fiskað eina af fjöldamörgum aukaspyrnum sínum í kvöld. Þórsarar bíða óþreyjufullir eftir að leikurinn haldi áfram. Vísir.is/Hjalti Þór KA fór með verðskuldaðan sigur úr grannaslagnum gegn Þór á Akureyrarvelli í kvöld. Andri Fannar Stefánsson skoraði líklega mark ársins í 1. deildinni og kom KA yfir í fyrri hálfleik og Norbert Farkas bætti við öðru marki í seinni hálfleik í 2-0 sigri. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa lengst af. Hann var hægur og barátta einkenndi hann. Það kom þó líklega fáum á óvart enda andar kalt á milli félaganna hér á Akureyri. Í raun gerðist fátt markvert áður en Andri Fannar skoraði töframarkið sitt. Í skærbleikum skóm tók hann bolta á lofti sem skallaður hafði verið burt frá marki Þórs, þrumaði honum viðstöðulaust með föstu skoti í stöngina og inn. Hreint magnað mark hjá stráknum sem var klárlega maður leiksins í kvöld. Þrátt fyrir ungan aldur stjórnaði hann miðjuspili KA frá A til Ö. Hvort lið fékk eitt fínt færi en bæði skotin voru af markteig og bæði voru þau framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir KA en Þórsarar voru meira með boltann án þess að ná að skapa sér góð færi. Svipuð staða var í seinni hálfleik. Þórsarar freistuðu þess að jafna og næst því komst þjálfarinn sjálfur Lárus Orri Sigurðsson en Sandor Matus, hinn kattliðugi markmaður KA, varði vel. Norbert Farkas gerði út um leikinn þegar hann skoraði með skoti í þaknetið eftir aukaspyrnu í teig Þórs, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Um 1000 manns voru á Akureyrarvelli í kvöld. Vörn Þórs opnaðist mikið undir lokin þegar liðið reyndi að klóra í bakkann og KA fékk fleiri færi til að bæta við en Þór að minnka muninn. Sanngjarn sigur KA, 2-0, staðreynd. Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
KA fór með verðskuldaðan sigur úr grannaslagnum gegn Þór á Akureyrarvelli í kvöld. Andri Fannar Stefánsson skoraði líklega mark ársins í 1. deildinni og kom KA yfir í fyrri hálfleik og Norbert Farkas bætti við öðru marki í seinni hálfleik í 2-0 sigri. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa lengst af. Hann var hægur og barátta einkenndi hann. Það kom þó líklega fáum á óvart enda andar kalt á milli félaganna hér á Akureyri. Í raun gerðist fátt markvert áður en Andri Fannar skoraði töframarkið sitt. Í skærbleikum skóm tók hann bolta á lofti sem skallaður hafði verið burt frá marki Þórs, þrumaði honum viðstöðulaust með föstu skoti í stöngina og inn. Hreint magnað mark hjá stráknum sem var klárlega maður leiksins í kvöld. Þrátt fyrir ungan aldur stjórnaði hann miðjuspili KA frá A til Ö. Hvort lið fékk eitt fínt færi en bæði skotin voru af markteig og bæði voru þau framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir KA en Þórsarar voru meira með boltann án þess að ná að skapa sér góð færi. Svipuð staða var í seinni hálfleik. Þórsarar freistuðu þess að jafna og næst því komst þjálfarinn sjálfur Lárus Orri Sigurðsson en Sandor Matus, hinn kattliðugi markmaður KA, varði vel. Norbert Farkas gerði út um leikinn þegar hann skoraði með skoti í þaknetið eftir aukaspyrnu í teig Þórs, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Um 1000 manns voru á Akureyrarvelli í kvöld. Vörn Þórs opnaðist mikið undir lokin þegar liðið reyndi að klóra í bakkann og KA fékk fleiri færi til að bæta við en Þór að minnka muninn. Sanngjarn sigur KA, 2-0, staðreynd.
Íslenski boltinn Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira