Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur í máli ofbeldisfulla sambýlismannsins Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. júlí 2009 12:07 Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari. Mynd/Valgarður Gíslason Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur til að gefa út ákæru á hendur manninum sem í vikunni fékk þungan dóm fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi, að mati héraðsdóms. Dómnum verður að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar vegna of náinna tengsla á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. Maðurinn, sem er háskólamenntaður Reykvíkingur á fertugsaldri, var sl. þriðjudag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að beita fyrrum sambýliskonu sína grófu ofbeldi linnulítið í þrjú ár, 15 kynferðisbrot og þvinga hana til þess að hafa kynmök við 11 ókunnuga menn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Ákæra í málinu var gefin út í janúar á þessu ári. Í framhaldinu fór lögmaður mannsins fram á að málinu yrði vísað frá dómi vegna þess að embætti ríkissaksóknara, sem Valtýr Sigurðsson stýrir, væri vanhæft til að höfða mál á hendur manninum vegna of náinna tengsla Valtýs við kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Eiginkona hans starfar sem aðstoðarsaksóknari á kynferðisbrotadeildinni og vann að málinu á meðan það var í rannsókn. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í febrúar ekki væri hægt að draga óhlutdrægni ríkissaksóknara með réttu í efa vegna tengslanna og því var kröfunni vísað frá. Eftir að dómurinn féll í vikunni sagði lögmaður mannsins að dómnum verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar, meðal annars á grundvelli þess að of náin tengsl hafi verið á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. Vísaði lögmaðurinn til tengsla Valtýs og eiginkonu hans en auk þess benti hann á að settur saksóknari sem gaf út út ákæruna sé dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tengdar fréttir Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. júlí 2009 13:45 Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9. júlí 2009 12:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Ríkissaksóknari var ekki vanhæfur til að gefa út ákæru á hendur manninum sem í vikunni fékk þungan dóm fyrir að beita sambýliskonu sína grófu ofbeldi, að mati héraðsdóms. Dómnum verður að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar vegna of náinna tengsla á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. Maðurinn, sem er háskólamenntaður Reykvíkingur á fertugsaldri, var sl. þriðjudag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að beita fyrrum sambýliskonu sína grófu ofbeldi linnulítið í þrjú ár, 15 kynferðisbrot og þvinga hana til þess að hafa kynmök við 11 ókunnuga menn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Ákæra í málinu var gefin út í janúar á þessu ári. Í framhaldinu fór lögmaður mannsins fram á að málinu yrði vísað frá dómi vegna þess að embætti ríkissaksóknara, sem Valtýr Sigurðsson stýrir, væri vanhæft til að höfða mál á hendur manninum vegna of náinna tengsla Valtýs við kynferðisbrotadeild lögreglunnar. Eiginkona hans starfar sem aðstoðarsaksóknari á kynferðisbrotadeildinni og vann að málinu á meðan það var í rannsókn. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu í febrúar ekki væri hægt að draga óhlutdrægni ríkissaksóknara með réttu í efa vegna tengslanna og því var kröfunni vísað frá. Eftir að dómurinn féll í vikunni sagði lögmaður mannsins að dómnum verði að öllum líkindum áfrýjað til Hæstaréttar, meðal annars á grundvelli þess að of náin tengsl hafi verið á milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. Vísaði lögmaðurinn til tengsla Valtýs og eiginkonu hans en auk þess benti hann á að settur saksóknari sem gaf út út ákæruna sé dóttir yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Tengdar fréttir Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. júlí 2009 13:45 Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9. júlí 2009 12:21 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58
Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23
Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58
Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30
Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56
Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 9. júlí 2009 13:45
Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9. júlí 2009 12:21