Kirkjuklukkum hringt 350 sinnum vegna umhverfisógnar 11. desember 2009 11:20 Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, „til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt víða um land. Í tilkynningunni segir að hún eigi að tákna þrennt: „Þá vá sem steðjar að mannkyni í lofslagsmálum vegna hlýnunar andrúmsloftsins; vonina sem kristið fólk um allan heim vill minna á frammi fyrir því er ógnar öllu lífi; athafnir, sem þarf að grípa til svo að snúa megi þessari óheillaþróun við." Ástæðan fyrir því að klukkunum verður hringt 350 sinnum er sú að það er álit margra vísindamanna og loftslagsfræðinga að magn koltvíildis í andrúmsloftinu megi ekki fara yfir 350 hluta á móti milljón (350 ppm). Ef magnið er komið upp fyrir það hlýnar andrúmsloftið með þeim afleiðingum að jöklar bráðna og heimshöfin hækka. Fyrir 200 árum var magn koltvíildis í andrúmsloftinu 275 hlutar af milljón en nú þegar er það komið upp í 387 hluta. Það merkir að minnka þarf losun koltvíildis úr andrúmsloftinu frá því sem nú er að því er segir í tilkynningunni. „Sunnudaginn 13. desember þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur sem hæst í Kaupmannahöfn verður klukkum Frúarkirkju hringt 350 sinnum við lok guðsþjónustu þar svo og í mörgum kirkjum í Danmörku. Reyndar hefst þessi táknræna athöfn á Fiji-eyjum í Kyrrahafi klukkan þrjú að staðartíma þar sem blásið verður í kuðunga sem eru hefðbundin hljóðfæri eyjaskeggja. Síðan berst hljóðið í vesturátt, klukkum hringt, blásið í lúðra, barðar bumbur eða slegið á allt eftir venju hvers lands um sig," segir ennfremur um leið og minnt er á að áður fyrr hafi kirkjuklukkum verið hringt þegar ógn steðjaði að, svo sem vegna stríðs, en einnig til að lýsa friði. Loftslagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Í tilefni af loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem nú stendur yfir í Kaupmannahöfn verður kirkjuklukkum um allan heim hringt 350 sinnum, sunnudaginn 13. desember klukkan þrjú, „til að minna á þá umhverfisvá sem steðjar að jarðarbúum vegna hlýnunar andrúmsloftsins," að því er fram kemur í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni. Hér á landi verður kirkjuklukkum hringt víða um land. Í tilkynningunni segir að hún eigi að tákna þrennt: „Þá vá sem steðjar að mannkyni í lofslagsmálum vegna hlýnunar andrúmsloftsins; vonina sem kristið fólk um allan heim vill minna á frammi fyrir því er ógnar öllu lífi; athafnir, sem þarf að grípa til svo að snúa megi þessari óheillaþróun við." Ástæðan fyrir því að klukkunum verður hringt 350 sinnum er sú að það er álit margra vísindamanna og loftslagsfræðinga að magn koltvíildis í andrúmsloftinu megi ekki fara yfir 350 hluta á móti milljón (350 ppm). Ef magnið er komið upp fyrir það hlýnar andrúmsloftið með þeim afleiðingum að jöklar bráðna og heimshöfin hækka. Fyrir 200 árum var magn koltvíildis í andrúmsloftinu 275 hlutar af milljón en nú þegar er það komið upp í 387 hluta. Það merkir að minnka þarf losun koltvíildis úr andrúmsloftinu frá því sem nú er að því er segir í tilkynningunni. „Sunnudaginn 13. desember þegar loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna stendur sem hæst í Kaupmannahöfn verður klukkum Frúarkirkju hringt 350 sinnum við lok guðsþjónustu þar svo og í mörgum kirkjum í Danmörku. Reyndar hefst þessi táknræna athöfn á Fiji-eyjum í Kyrrahafi klukkan þrjú að staðartíma þar sem blásið verður í kuðunga sem eru hefðbundin hljóðfæri eyjaskeggja. Síðan berst hljóðið í vesturátt, klukkum hringt, blásið í lúðra, barðar bumbur eða slegið á allt eftir venju hvers lands um sig," segir ennfremur um leið og minnt er á að áður fyrr hafi kirkjuklukkum verið hringt þegar ógn steðjaði að, svo sem vegna stríðs, en einnig til að lýsa friði.
Loftslagsmál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira