Umfjöllun: Naumur sigur Breiðabliks í bikarnum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. júlí 2009 19:57 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Blika í fyrri hálfleik. Mynd/Rósa Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Breiðablik vann heldur nauman 2-1 sigur á Þór/KA í fjórðungsúrslitum VISA-bikarkeppni kvenna í spennandi leik. Þrívegis hafnaði boltinn í stöng eða slá, þar af tvisvar eftir skot gestanna. Blikar komust þó í 2-0 í leiknum. Fyrst skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir strax á fyrstu mínútu og svo Harpa Þorsteinsdóttir á 66. mínútu. Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA með marki úr vítaspyrnu undir lok leiksins. Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins 29 sekúndna leik. Harpa Þorsteinsdóttir gaf góða sendingu á Berglindi Björgu sem afgreiddi knöttinn í netið með laglegu skoti á vítateigslínunni. Þór/KA vann 2-0 sigur á Breiðabliki í deildinni á föstudaginn síðastliðinn og tók það því síðarnefnda liðið ekki langan tíma að byrja að hefna ófaranna. Blikar byrjuðu mun betur í leiknum og var Harpa næstum sloppin ein í gegn eftir sjö mínútna leik en Berglind Magnúsdóttir, markvörður Þór/KA, var fyrri til að grípa til knattarins. Besta færi Þór/KA í fyrri hálfleik fékk Bojana Besic á 23. mínútu er hún átti hörkuskot af löngu færi úr aukaspyrnu sem hafnaði í þverslá Blikamarksins. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik eftir þetta. Blikar voru þó meira með boltann en gekk illa að skapa sér hættuleg færi. Þór/KA náði svo að ógna nokkrum sinnum eftir skyndisóknir. Það sama var upp á teningnum lengst af í síðari hálfleik. Blikar voru meira með boltann en öðru sinni komust gestirnir nálægt því að jafna metin. Í þetta sinn var það Mateja Zver sem átti gott skot að marki á 49. mínútu en nú hafnaði það í stönginni. Á 64. mínútu voru það Blikar sem áttu marktilraun sem hafnaði í markrammanum. Erna Björk Sigurðardóttir átti þá skalla í slá eftir hornspyrnu. Aðeins tveimur mínútum síðar náðu Blikar að tvöfalda forystuna. Fanndís Friðriksdóttir vann boltann af varnarmanni og gaf fyrir þar sem Harpa var á réttum stað og stýrði knettinum í netið af stuttu færi. Um tíu mínútum síðar þurfti Fanndís að fara af velli vegna meiðsla og virtist nokkuð þjáð. Eina mark Þór/KA kom á 82. mínútu. Mateja Zver var þá við það að sleppa í gegnum vörn Blika en Guðrún Erla Hilmarsdóttir var dæmd brotleg og víti dæmt. Umdeildur dómur en Besic skoraði af öryggi úr vítinu. Gestirnir náðu lítið að ógna marki Blika eftir þetta sem gátu því fagnað góðum 2-1 sigri og sæti í undanúrslitum bikarsins. Breiðablik - Þór/KA 2-1 1-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (1.) 2-0 Harpa Þorsteinsdóttir (66.) 2-1 Bojana Besic (82.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Hákon ÞorsteinssonSkot (á mark): 13-9 (6-4)Varin skot: Elsa Hlín 1 - Berglind 3.Horn: 5-2Aukaspyrnur fengnar: 13-14Rangstöður: 2-0Breiðablik (4-4-2): Elsa Hlín Einarsdóttir Guðrún Erla Hilmarsdóttir Anna Birna Þorvarðardóttir Erna Björk Sigurðardóttir Hekla Pálmadóttir Fanndís Friðriksdóttir (gult, 49.) (78. Ásta Einarsdóttir) Sara Björk Gunnarsdóttir Hlín Gunnlaugsdóttir Sandra Sif Magnúsdóttir Harpa Þorsteinsdóttir Berglind Björg Þorvaldsdóttir Þór/KA (4-3-3): Berglind Magnúsdóttir Rakel Hinriksdóttir Silvía Rán Sigurðardóttir Bojana Besic Inga Dís Júlíusdóttir Arna Sif Ásgrímsdóttir Karen Nóadóttir Elva Friðjónsdóttir Rakel Hönnudóttir Mateja Zver Vesna Smiljkovic
Íslenski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki