Innlent

Menntun í loftslagsmálum

Efnt verður til samkeppni um athyglisverð verkefni á sviði loftslagsmála hjá leik- og grunnskólabörnum á Norðurlöndunum í tengslum við Norræna loftslagsdaginn sem haldinn verður 10. október.

Í desember verður loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna haldin í Kaupmannahöfn. Þar er gert ráð fyrir að Norðurlöndin kynni aðgerðir um menntun til sjálfbærrar þróunar með áherslu á loftslagsmál.

Samkeppninni er ætlað að auka umhverfisvitund á meðal skólabarna. Þá verður haldin stuttmyndakeppni fyrir aldurshópinn 15 til 19 ára.- kóp



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×