Kristján Örn hlaut uppreisn æru Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2009 11:45 Kristján Örn Sigurðsson, leikmaður Brann. Segja má að Kristján Örn Sigurðsson hafi hlotið uppreisn æru í norskum fjölmiðlum um helgina eftir að hann fékk slæma útreið eftir frammistöðu sína um þarsíðustu helgi. Kristján Örn hélt sæti sínu í byrjunarliði Brann um helgina þó svo að hann hafi verið tekinn af velli í fyrstu umferð deildarinnar um þarsíðustu helgi. Þá gerði hann sig sekan um mistök sem kostaði Brann tvö mörk í 3-1 tapleik fyrir nýliðum Sandefjord. Norskir fjölmiðlar gáfu honum öllum 1 í einkunn sem er afar sjaldgæft, ef ekki einsdæmi. Brann mætti svo Noregsmeisturum Stabæk á heimavelli um helgina og gerði 1-1 jafntefli. Kristján Örn fékk ágæta dóma fyrir frammistöðuna og var ásamt Indriða Sigurðssyni, varnarmanni Lyn, með hæstu meðaleinkunn Íslendinganna í deildinni. Alls voru sjö Íslendingar í byrjunarliðum norsku úrvalsdeildarfélaganna í 2. umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. Þeir fengu einkunnir á bilinu 4-6 sem eru algengustu einkunnirnar í deildinni. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru þeir Birkir Bjarnason, Viking, Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk, auk Indriða með hæstu heildarmeðaleinkunn Íslendinganna eða 4,5. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður í liði Brann um helgina og lék þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hið sama má segja um Björn Bergmann Sigurðarson sem lék síðustu fimm mínúturnar í leik Lilleström og Viking en það var hans fyrsti leikur í norsku úrvalsdeildinni. Einkunnir Íslendinganna (Nettavisen - Aftenposten - Dagbladet): 1. Kristján Örn Sigurðssonm, Brann 5,3 í meðaleinkunn (6-6-4) 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 5,3 (5-5-6) 3. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 5 (5-5-5) 4. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4,7 (5-5-4) 5. Birkir Bjarnason, Viking 4 (4-4-4) 5. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4 (4-4-4) 5. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4 (4-4-4) Heildarmeðaleinkunn Íslendinganna: 1. Birkir Bjarnason, Viking 4,5 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 4,5 1. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4,5 4. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4,33 4. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 4,33 6. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4 7. Kristján Örn Sigurðsson, Brann 3,17 Úrslit í 2. umferð: Vålerenga - Álasund 1-1 Fredrikstad - Strömsgodset 2-0 Lilleström - Viking 1-1 Molde - Bodö/Glimt 3-1 Odd Grenland - Sandefjord 2-0 Start - Lyn 1-1 Brann - Stabæk 1-1 Tromsö - Rosenborg 2-4 Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Segja má að Kristján Örn Sigurðsson hafi hlotið uppreisn æru í norskum fjölmiðlum um helgina eftir að hann fékk slæma útreið eftir frammistöðu sína um þarsíðustu helgi. Kristján Örn hélt sæti sínu í byrjunarliði Brann um helgina þó svo að hann hafi verið tekinn af velli í fyrstu umferð deildarinnar um þarsíðustu helgi. Þá gerði hann sig sekan um mistök sem kostaði Brann tvö mörk í 3-1 tapleik fyrir nýliðum Sandefjord. Norskir fjölmiðlar gáfu honum öllum 1 í einkunn sem er afar sjaldgæft, ef ekki einsdæmi. Brann mætti svo Noregsmeisturum Stabæk á heimavelli um helgina og gerði 1-1 jafntefli. Kristján Örn fékk ágæta dóma fyrir frammistöðuna og var ásamt Indriða Sigurðssyni, varnarmanni Lyn, með hæstu meðaleinkunn Íslendinganna í deildinni. Alls voru sjö Íslendingar í byrjunarliðum norsku úrvalsdeildarfélaganna í 2. umferðinni sem kláraðist í gærkvöldi. Þeir fengu einkunnir á bilinu 4-6 sem eru algengustu einkunnirnar í deildinni. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru þeir Birkir Bjarnason, Viking, Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk, auk Indriða með hæstu heildarmeðaleinkunn Íslendinganna eða 4,5. Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður í liði Brann um helgina og lék þar með sinn fyrsta leik á tímabilinu. Hið sama má segja um Björn Bergmann Sigurðarson sem lék síðustu fimm mínúturnar í leik Lilleström og Viking en það var hans fyrsti leikur í norsku úrvalsdeildinni. Einkunnir Íslendinganna (Nettavisen - Aftenposten - Dagbladet): 1. Kristján Örn Sigurðssonm, Brann 5,3 í meðaleinkunn (6-6-4) 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 5,3 (5-5-6) 3. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 5 (5-5-5) 4. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4,7 (5-5-4) 5. Birkir Bjarnason, Viking 4 (4-4-4) 5. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4 (4-4-4) 5. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4 (4-4-4) Heildarmeðaleinkunn Íslendinganna: 1. Birkir Bjarnason, Viking 4,5 1. Indriði Sigurðsson, Lyn 4,5 1. Pálmi Rafn Pálmason, Stabæk 4,5 4. Árni Gautur Arason, Odd Grenland 4,33 4. Theodór Elmar Bjarnason, Lyn 4,33 6. Ólafur Örn Bjarnason, Brann 4 7. Kristján Örn Sigurðsson, Brann 3,17 Úrslit í 2. umferð: Vålerenga - Álasund 1-1 Fredrikstad - Strömsgodset 2-0 Lilleström - Viking 1-1 Molde - Bodö/Glimt 3-1 Odd Grenland - Sandefjord 2-0 Start - Lyn 1-1 Brann - Stabæk 1-1 Tromsö - Rosenborg 2-4
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti