Enski boltinn

Crewe tapaði mikilvægum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Crewe. Nordic Photos / Getty Images
Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Crewe urðu að sætta sig við 1-0 tap fyrir Leyton Orient í afar mikilvægum leik í botnslag ensku C-deildarinnar.

Leyton Orient lék á heimavelli og skoraði eina mark leiksins á 11. mínútu.

Með tapinu færðist Crewe niður um eitt sæti og er nú í 23. sæti, sjö stigum á eftir Brighton sem er í 21. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×