Faðir Brasilíumannins Kaká hefur borið til baka fréttir úr spænskum fjölmiðlum þess efnis að Kaká væri búinn að gera samkomulag við Florentino Perez um að hann kæmi til Real Madrid ef Perez verður forseti félagsins.
Faðirinn birti yfirlýsingu á heimasíðu AC Milan í kvöld. Þar tók hann einnig fram að fólk ætti ekki að taka mark á neinum fréttum um son sinn nema þær kæmu frá honum sjálfum eða AC Milan.
Florentino Perez beitti sömu vinnubrögðum þegar hann var síðast kostinn forseti Real Madrid.
Það sem meira er þá stóð hann undir loforðunum og keypti fjölda stórstjarna til spænska risans.