Erlent

Sex starfsmenn SÞ drepnir í Afganistan

Sex erlendir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna í Afganistan voru myrtir í nótt og níu særðust í árás sem gerð var í höfuðborg landsins Kabúl. Árásin var gerð á gistihúsi sem starfsmenn samtakanna nota að staðaldri en vígamenn sáust fara inn í bygginguna.

Þeir voru síðar felldir af öryggissveitum stjórnarinnar. Talíbanar hafa lýst árásinni á hendur sér. Einnig var gerð loftskeytaárás á hótel í borginni þar sem diplómatar og aðrir útlendingar dvelja gjarnan en engar fregnir af mannfalli hafa borist þaðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×