Samuel Eto'o og Diego Milito skoruðu mörk Inter í 2-0 sigri á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld. Inter er því tveimur stigum á eftir Juventus og Sampdoria sem hafa bæði unnið fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu.
Bæði mörk ítölsku meistarana komu á síðustu tuttugu mínútum leiksins. Samuel Eto'o skoraði með skoti fyrir utan teig á 71. mínútu og Diego Milito innsiglaði sigurinn á 89. mínútu eftir sendingu frá Maicon.
Juventus vann 2-0 sigur á Lazio um helgina og Sampdoria rétt marði 1-0 sigur á Atalanta.
„Inter-liðið gerði það sem þurfti til þess að vinna erfiðan leik. Liðið var að spila eftir tveggja leikja landsleikjahlé og leikmenn höfðu líka hugann við Meistaradeildarleikinn á móti Barcelona í vikunni," sagði Jose Mourinho, þjálfari Inter eftir leikinn.