Jose Mourinho spáir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí 2009 15:30 Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira
Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Sjá meira