Bið eftir ættleiðingu lengist 29. júní 2009 02:00 Ættleiðing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú þurfa tilvonandi foreldrar að bíða í allt að fjögur ár. Líklegra er að biðtíminn lengist en styttist. fréttablaðið/getty Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fleiri fréttir Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent