Bið eftir ættleiðingu lengist 29. júní 2009 02:00 Ættleiðing tók eitt til tvö ár fyrir nokkrum árum. Nú þurfa tilvonandi foreldrar að bíða í allt að fjögur ár. Líklegra er að biðtíminn lengist en styttist. fréttablaðið/getty Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira
Biðtími eftir ættleiðingum frá erlendum ríkjum er nú þrjú til fjögur ár. Fyrir nokkrum árum var biðtíminn mun styttri, eða um eitt til tvö ár. Þetta kemur fram í meistararitgerð í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík eftir Ólöfu Marínu Úlfarsdóttur. Ísland hefur verið aðili að Haag-samningi um samvinnu varðandi ættleiðingar milli landa frá 2000. Helsta markmið samningsins var að stytta bið eftir erlendum börnum til ættleiðingar. Markmiðið hefur ekki náðst, að mati Ólafar. Þróunin sé frekar í hina áttina. „Biðtíminn er svo langur af því miklu meiri eftirspurn er eftir ættleiðingu heldur en framboð af börnum,“ segir hún. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir vandamálið ekki séríslenskt heldur alþjóðlegt og aðallega til komið vegna þess hve langan tíma umsóknirnar taka ytra. Ragna segir það undir ættleiðingarfélögum komið að afla nýrra sambanda við erlend ríki. Stjórnvöld búi aðeins til lagaumgjörðina, en geri það sem þau geta til að styðja við bakið á félögunum. „Með því að afla nýrra sambanda gætu félögin opnað á ættleiðingarleiðir sem ekki eru til staðar í dag,“ segir Ragna. Þannig gæti biðtíminn styst. Karen Rúnarsdóttir, gjaldkeri ættleiðingarfélagsins Alþjóðlegrar ættleiðingar, hefur sjálf verið á biðlista hjá Íslenskri ættleiðingu frá því í október 2005 vegna ættleiðingar frá Kína. Alþjóðleg ættleiðing var stofnuð síðasta haust og hefur það að markmiði að opna á samninga við fleiri lönd en verið hefur á Íslandi. Nýlega var gengið frá samningum við Pólland. Karen veit ekki hvenær kemur að sér. „Kínverjar gefa þá skýringu á biðinni að betra ástand sé í landinu og gefin séu færri börn til ættleiðingar,“ segir Karen. Þá hafi innlendum ættleiðingum þar fjölgað. Hún segir að með þessu áframhaldi geti Íslendingar verið að horfa upp á enn lengri meðaltíma, allt upp í fimm ár. „Það eina sem maður getur gert er að fylgjast með og bíða. Mér sýnist ég vera að horfa upp á eitt og hálft til tvö ár til viðbótar.“- vsp
Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Fleiri fréttir Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Sjá meira