Innlent

Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi

Ögmundur Jónasson á þingi. Mynd úr safni.
Ögmundur Jónasson á þingi. Mynd úr safni.

Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningarnar fóru fram.

Fæðingarorlofsmálið vakti hörð viðbrögð en frumvarpið fól fyrst í sér meðal annars að fresta einum mánuði í fæðingarorlofi þar til eftir þrjú ár. Það var hinsvegar fallið frá því að lokum. Þá voru nefndar leiðir eins og lækkun hámarksgreiðslna í 300 þúsund og eða lækkun hlutfalls greiðslna úr 80 prósent launa í 75 prósent.

Þá var einnig kosið um lög varðandi vörmerki og hlutafélög og einkahlutafélög.

Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali í gær þar sem hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd.

Tilefnið viðtalsins við Ögmund var málefni Verner Holdings og eignarhald Björgólfs Thors Björgólfssonar á félaginu sem hyggst starfrækja gagnaver í Reykjanesbæ. Frétt þess eðlis, og viðbrögð Ögmundar, voru höfð eftir honum í Kastljósi í gær.

Þegar náðist í Ögmund fyrr í kvöld sagðist hann vera á fundi og gat því ekki tjáð sig um málið.


Tengdar fréttir

Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis

Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×