Það gengur lítið hjá norska félaginu Stabæk á þessari leiktíð. Liðið tapaði aftur í kvöld og að þessu sinni gegn Álasund, 1-0.
Það var Khari Stephenson sem skoraði eina mark leiksins. Stabæk í tólfta sæti deildarinnar með aðeins 11 stig eftir 11 leiki.
Álasund aftur á móti í sjöunda sæti norsku deildarinnar.
Pálmi Rafn Pálmason var kominn á bekkinn hjá Stabæk í dag en spilaði síðustu 14 mínútur leiksins.