Nýliðar Sandefjord taka í kvöld á móti Brann í lokaleik fyrstu umferðar norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu en um Íslendingaslag er að ræða. Leikurinn hefst klukkan 18.00.
Kjartan Henry Finnbogason leikur með Sandefjord en hann hefur verið að jafna sig eftir meiðsli og er á varamannabekk liðsins í kvöld.
Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason leika í hjarta varnar Brann eins og svo oft áður þeir eru einu Íslendingarnir í byrjunarliði Brann í kvöld.
Ármann Smári Björnsson er á bekknum en þeir Gylfi Einarsson og Birkir Már Sævarsson eiga báðir við meiðsli að stríða og eru ekki með Brann í kvöld.