Starfsmenn Granda vilja fá launauppbót 16. mars 2009 03:15 Trúnaðarmaður starfsmanna segir að fréttir af arðgreiðslum hafi lítið verið ræddar fyrir helgi, en að það verði líklega gert í vikunni, komi ekkert útspil frá yfirmönnum fyrirtækisins. Myndin tengist fréttinni ekki beint.mynd/eiríkur „Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur skorað á HB-Granda að greiða út þessar launahækkanir. Sigurður segir að forráðamenn fyrirtækisins hljóti að útskýra þetta fyrir sínum starfsmönnum. Honum þyki ákvörðunin slæm. „Þetta er hins vegar ákvörðun stjórnarinnar og ég veit ekki hvort við getum hnikað henni,“ segir hann. Anna Norris, trúnaðarmaður starfsmanna, segir sitt fólk ekki ánægt með arðgreiðsluna. Reyndar séu flestir starfsmenn útlendingar og hún sé ekki viss um hversu mikið þeir hafi sett sig inn í málin. „Það hefur lítið verið talað um þetta enn þá, en fólk hefur rætt um að fyrst fyrirtækinu hafi gengið svona vel, þá ætti það að borga fólkinu launauppbót. Þá myndi enginn segja neitt eða skipta sér af þessu,“ segir hún. Starfsmennirnir hafi ekki rætt um að stöðva vinnu eða slíkt, enda ríki yfirleitt mjög góður andi á vinnustaðnum. „Það verður frekar í næstu viku ef ekkert kemur frá þessum forstjórum, þá gæti maður farið að heyra eitthvað,“ segir Anna. Verkalýðsfélögin eigi annars að sjá um þessa hluti. Í stjórn Granda sitja þeir Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem sagði að arðgreiðslur fyrirtækisins í ár væru afar hóflegar; átta prósent í stað venjubundinna tólf. klemens@frettabladid.is Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira
„Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hefur skorað á HB-Granda að greiða út þessar launahækkanir. Sigurður segir að forráðamenn fyrirtækisins hljóti að útskýra þetta fyrir sínum starfsmönnum. Honum þyki ákvörðunin slæm. „Þetta er hins vegar ákvörðun stjórnarinnar og ég veit ekki hvort við getum hnikað henni,“ segir hann. Anna Norris, trúnaðarmaður starfsmanna, segir sitt fólk ekki ánægt með arðgreiðsluna. Reyndar séu flestir starfsmenn útlendingar og hún sé ekki viss um hversu mikið þeir hafi sett sig inn í málin. „Það hefur lítið verið talað um þetta enn þá, en fólk hefur rætt um að fyrst fyrirtækinu hafi gengið svona vel, þá ætti það að borga fólkinu launauppbót. Þá myndi enginn segja neitt eða skipta sér af þessu,“ segir hún. Starfsmennirnir hafi ekki rætt um að stöðva vinnu eða slíkt, enda ríki yfirleitt mjög góður andi á vinnustaðnum. „Það verður frekar í næstu viku ef ekkert kemur frá þessum forstjórum, þá gæti maður farið að heyra eitthvað,“ segir Anna. Verkalýðsfélögin eigi annars að sjá um þessa hluti. Í stjórn Granda sitja þeir Árni Vilhjálmsson, Kristján Loftsson, Halldór Teitsson, Hjörleifur Jakobsson og Ólafur Ólafsson. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu í gær, þar sem sagði að arðgreiðslur fyrirtækisins í ár væru afar hóflegar; átta prósent í stað venjubundinna tólf. klemens@frettabladid.is
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Sjá meira